Díselolía 5 krónum ódýrari 7. maí 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira