Frjókornaofnæmi eykst hjá ungu fólki 29. júní 2011 19:37 Frjókornaofnæmi er að aukast hjá yngra fólki hér á landi. Um þriðjungur tvítugra ungmenna er með ofnæmi. Frjókorn eru heldur seinni á ferðinni í ár en síðustu ár eftir kalt vor. Nú virðast grasfrjóin hins vegar vera farin að gera vart við sig. Finna margir fyrir þeim á hlýjum og þurrum dögum eins og í dag. Einkennin eru oft kláði í augum og nefi svo og nefrennsli. Björn Árdal, barna- og ofnæmislæknir, segir að síðustu tíu dagana hafi grasfrjóum tekið að fjölga. Þau fara svo vaxandi á næstunni og ná hámarki í kringum mánaðarmótin júlí ágúst. Björn segir ofnæmislyf og fyrirbyggjandi steraúða vera til fyrir þá sem eru illa haldnir. Björn er einn þeirra lækna sem staðið hefur að umfangsmikilli rannsókn á ofnæmi hjá ungum Íslendingum. Hópi barna sem fæddist 1987 hefur verið fylgt reglulega eftir frá 18 mánaða aldri og ofnæmi hjá þeim mælt. Aðeins hefur ein önnur sambærileg rannsókn verið gerð í heiminum. Nýjar niðurstöður verða birtar í erlendum tímaritum á næstunni en þær þykja sláandi. Þar sést að mikil aukning hefur orðið á ofnæmi hjá yngra fólki miðað við það eldra. Hópur barnanna var síðast skoðaður þegar þau voru 21 árs en þá mældist um þriðjungur þeirra með frjókornaofnæmi. Börnin hafi þó verið mis næm. Þetta sé afskaplega há tala en svipaðar tölur hafa sést hjá nágrannaþjónum okkar. Björn segir sambærilegar tölur ekki til fyrir eldri aldurshópa. Ljóst sé að munurinn á milli eldri aldurshópa og yngri sé mjög mikill, allt upp í helming. Björn segir skýringar á þessu aukna ofnæmi ekki vera á reiðum höndum. Kenningar séu um að of mikið hreinlæti hafi sitt að segja. Það er að börn í dag alist upp í alltof hreinu umhverfi og fái ekki nægilegt áreiti. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Frjókornaofnæmi er að aukast hjá yngra fólki hér á landi. Um þriðjungur tvítugra ungmenna er með ofnæmi. Frjókorn eru heldur seinni á ferðinni í ár en síðustu ár eftir kalt vor. Nú virðast grasfrjóin hins vegar vera farin að gera vart við sig. Finna margir fyrir þeim á hlýjum og þurrum dögum eins og í dag. Einkennin eru oft kláði í augum og nefi svo og nefrennsli. Björn Árdal, barna- og ofnæmislæknir, segir að síðustu tíu dagana hafi grasfrjóum tekið að fjölga. Þau fara svo vaxandi á næstunni og ná hámarki í kringum mánaðarmótin júlí ágúst. Björn segir ofnæmislyf og fyrirbyggjandi steraúða vera til fyrir þá sem eru illa haldnir. Björn er einn þeirra lækna sem staðið hefur að umfangsmikilli rannsókn á ofnæmi hjá ungum Íslendingum. Hópi barna sem fæddist 1987 hefur verið fylgt reglulega eftir frá 18 mánaða aldri og ofnæmi hjá þeim mælt. Aðeins hefur ein önnur sambærileg rannsókn verið gerð í heiminum. Nýjar niðurstöður verða birtar í erlendum tímaritum á næstunni en þær þykja sláandi. Þar sést að mikil aukning hefur orðið á ofnæmi hjá yngra fólki miðað við það eldra. Hópur barnanna var síðast skoðaður þegar þau voru 21 árs en þá mældist um þriðjungur þeirra með frjókornaofnæmi. Börnin hafi þó verið mis næm. Þetta sé afskaplega há tala en svipaðar tölur hafa sést hjá nágrannaþjónum okkar. Björn segir sambærilegar tölur ekki til fyrir eldri aldurshópa. Ljóst sé að munurinn á milli eldri aldurshópa og yngri sé mjög mikill, allt upp í helming. Björn segir skýringar á þessu aukna ofnæmi ekki vera á reiðum höndum. Kenningar séu um að of mikið hreinlæti hafi sitt að segja. Það er að börn í dag alist upp í alltof hreinu umhverfi og fái ekki nægilegt áreiti.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira