Móður Ríkharðs dreymdi að hann myndi skora fimm mörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2011 19:00 Ríkharður Jónsson var 21 árs, fyrirliði og þjálfari ÍA þegar leikurinn fór fram Mynd/Myndasafn KSÍ Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira