Rut gæti leikið á Íslandi á næstu leiktíð en segir leiðinlegt að missa af Final Four Anton Ingi Leifsson skrifar 2. maí 2020 07:00 Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira