Rut gæti leikið á Íslandi á næstu leiktíð en segir leiðinlegt að missa af Final Four Anton Ingi Leifsson skrifar 2. maí 2020 07:00 Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira