Innlent

Alþingi komi saman til að leiðrétta klúður

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/GVA
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla verði Alþingi saman til að leiðrétta klúður stjórnarflokkanna þegar gleymdist á lokadögum þingsins að afgreiða mál sem snertu bæði Drekaútboðið og atvinnuleysisbætur.

Bjarni skrifar á facebook-síðu sína að fréttir hermi að ríkisstjórnin sé að velta fyrir sér að setja bráðabirgðalög vegna klúðurs við að framlengja lagaheimild um hluta-atvinnuleysisbætur áður en þingið fór í sumarhlé.

„Augljóst er að kalla ætti Alþingi saman til að klára málið. Þá gæfist líka tækifæri til að leiðrétta annað klúður ríkisstjórnarinnar, útboðsmálin á Drekasvæðinu. Loks væri hægt að ræða stöðu ESB viðræðna,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×