Innlent

Nú máttu kaupa meiri bjór í Fríhöfninni

Ný tollalög tóku gildi í dag en þeim var breytt á Alþingi í síðustu viku. Lögunum var breytt á þann veg að nú geta ferðamenn keypt helmingi meira magn af bjór í Fríhöfninni en áður var leyfilegt.

Ferðamenn mega hafa með sér tollfrjálst áfenga drykki og tóbak sem hér segir:


Áfengi:

1 lítra af sterku áfengi, 1 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór

Eða

3 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór

Eða

1 lítra af sterku áfengi og 9 lítra af bjór

Eða

1,5 lítra af léttvíni og 9 lítra af bjór

Eða

12 lítra af bjór



Tóbak:

200 vindlingar

Eða

250 grömm af öðru tóbaki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×