Nýsköpun á krossgötum? Rúnar Ómarsson skrifar 28. febrúar 2020 14:30 Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar