Árið hefur verið afar viðburðarríkt og ekki síður fyrir Vísi því lesendur hafa aldrei verið fleiri. Því ber að þakka ykkur öllum kærlega fyrir samfylgdina og óskar Vísir þess að komandi ár verði alveg jafn góð.
Undanfarnar vikur hefur Vísir gert upp árið, bæði hér heima og erlendis, en óhætt er að segja að árið hafi verið viðburðaríkt. Hér má lesa uppgjörsfréttir fyrir 2016.
Að ofan má sjá uppgjörsmyndband Vísis frá árinu en um 550 beinar útsendingar voru á Vísi árið 2016, úr Skaftahlíð, frá Bessastöðum, af Austurvelli, frá Reykjavíkurflugvelli og auðvitað Frakklandi.
Að neðan má sjá drónamyndband Harðar Ragnarssonar þegar flugeldabrjálæðið náði hámarki í kringum miðnætti.