Enski boltinn

Guardiola segir Klopp einn besta stjóra heimsins

Guardiola og Klopp á góðri stundu í Þýskalandi.
Guardiola og Klopp á góðri stundu í Þýskalandi. Vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum, Jurgen Klopp, fyrir leik Manchester City gegn Liverpool á blaðamannafundi í gær.

Klopp og Guardiola þekkjast vel en er þeir þjálfuðu í Þýskalandi, Guardiola með Bayern Munchen og Klopp með Dortmund, mættust lið þeirra margoft.

Guardiola var mættur í stúkuna til að fylgjast með Liverpool í 4-1 sigri á Stoke á dögunum en spilamennska þeirra rauðklæddu hreif Spánverjann.

„Það er ótrúlegt fyrir áhorfendur að sjá hversu duglegir leikmennirnir eru að setja pressu á varnarlínu andstæðinganna. Hann er sá besti í heiminum að stilla upp í slíka pressu,“ sagði Guardiola og bætti við:

„Mér brá töluvert fyrst þegar ég mætti liði hans í Þýskalandi, það var erfitt og sá leikur tapaðist 2-4. Ég hef lært ýmislegt á því að mæta liðunum hans í gegn um tíðina og get vonandi nýtt mér það.“

Stórleikur Liverpool og Manchester City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD en flautað verður til leiks á Anfield klukkan 17:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×