Pútín situr á sér og bíður eftir Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi í Mexíkó árið 2012. vísir/epa Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira