Malbikið kemur á Krýsuvíkurleið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2013 19:05 Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira