Tiger Woods gæti vel tapað sínu fyrsta móti á þessu ári en hann er fimm höggum á eftir Ástralanum Geoff Ogilvy á CA-mótinu sem er hluti af heimsmótaröðinni.
Hætta varð keppni í gær vegna veðurs en þriðji hringurinn var kláraður í morgun. Ogilvy kláraði á 68 höggum og er með fjöggura högga forystu á næstu menn. Hann er alls á sextán höggum undir pari.
Vijay Singh og Graeme Storm léku á 63 höggum á þriðja hring og Retief Goosen á 64 höggum. Allir eru þeir á tólf höggum undir pari ásamt þeim Jim Furyk og Adam Scott.
Anders Hansen frá Danmörku er á ellefu höggum undir pari, rétt eins og Tiger.
Sýnt verður beint frá lokakeppnisdegi mótsins á Stöð 2 Sporti og hefst útsendingin klukkan 19.00.
