Aldrei fengið leið á burstagerð þrátt fyrir rúm 60 ár í starfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. maí 2020 18:50 Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir. Garðabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir.
Garðabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira