Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2020 18:39 Miklar vendingar hafa verið í rekstri Icelandair frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Félagið sagði upp ríflega tvöþúsund manns eftir að stjórnvöld gáfu út að ríkið ábyrgist þriggja mánaða uppsagnafrest hjá starfsfólki fyrirtækja þar sem hefur orðið 75% tekjusamdráttur eða meira. Í gær tilkynntu stjórnvöld að þau myndu mögulega styðja félagið með láni eða ábyrgðum takist að afla nýs hlutfjár. Í morgun barst svo tilkynning um að stjórnendum félagsins væri heimilt að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Hluthafafundur fer fram á 22. maí. Bogi Bils Bogason forstjóri er bjartsýnn á framhaldið. „Ég er mjög bjartsýnn á það því viðskiptalíkan okkar félags hefur margsannað sig. Það hefur skilað góðri afkomu til margra ára og það kom inní ástandið með góða eiginfjárstöðu og lausafjárstöðu. En auðvitað er þetta krefjandi verkefni í allri þessari óvissu,“ segir Bogi. Íslandsbanki, Landsbanki og Kviku banki aðstoða félagið við hlutafjárútboðið. Það er margt sem þarf að skýrast áður en hluthafafundur fer fram en fjárfestar vilja vita hvernig fer með samninga vegna Max- flugvélanna sem voru kyrrsettar, með kostnað og þar á meðal launakostnað og aðrar áætlanir félagsins í tekjum og kostnaði. Bogi segir að félagið standi ágætlega að vígi varðandi samninga við Boeing. „Það eru ennþá tafir á afhendingu flugvélanna sem gerir samningsstöðu okkar betri ef það verður niðurstaða okkar að taka ekki við vélunum,“ segir Bogi. Telur virði félagsins mun meira en endurspeglast í genginu Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa hríðfallið síðustu mánuði í Kauphöllinni. Bogi segir þetta sömu þróun og annars staðar. Virði félagsins sé meira. „Ég er sannfærður um að virði félagsins eu til lengri tíma er mun hærra en kemur fram á markaði í dag en þessi skammtímaáhrif eru gríðarleg. Þetta hefur verið skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki og í raun það mikilvægasta á landinu. Það er því mikilvægt að það standi sterkt þegar óvissunni lýkur og sé í lykilstöðu að reisa hér aftur við öflugt efnahagslíf,“ segir hann. Bogi segist ekki geta tjáð sig um hvað ríkið þurfi að koma með mikið fjármagn en samgönguráðherra sagði í Kastljósi í gær að það væri umtalsvert meira en fimm til tíu milljarða. „Við erum að vinna á ákveðnum áætlunum hjá okkur og fjárhæðin þar er ekki alveg komin í ljós. Við vinnum náið með yfirvöldum í þessu máli,“ segir hann. Hlutafjárútboð um miðjan júní Bogi býst við að hlutafjárútboð verði nokkrum vikum eftir hluthafafund. „Það er stefnt að því að klára hlutafjárútboð um miðjan júní,“ segir hann. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkið tilbúið í samtal við Icelandair um lán eða ábyrgð á lánum Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt tillaga fjögurra ráðherra um að ríkið væri tilbúið að eiga samtal við Icelandair um veitingu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. 30. apríl 2020 18:13 Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og önnur ríki sem eignast hafi hlut í flugfélögumá móti stuðningi sínum við þau. Fjármálaráðherra segir það eiga að vera síðasta úrræðið. 30. apríl 2020 12:41 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Miklar vendingar hafa verið í rekstri Icelandair frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Félagið sagði upp ríflega tvöþúsund manns eftir að stjórnvöld gáfu út að ríkið ábyrgist þriggja mánaða uppsagnafrest hjá starfsfólki fyrirtækja þar sem hefur orðið 75% tekjusamdráttur eða meira. Í gær tilkynntu stjórnvöld að þau myndu mögulega styðja félagið með láni eða ábyrgðum takist að afla nýs hlutfjár. Í morgun barst svo tilkynning um að stjórnendum félagsins væri heimilt að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Hluthafafundur fer fram á 22. maí. Bogi Bils Bogason forstjóri er bjartsýnn á framhaldið. „Ég er mjög bjartsýnn á það því viðskiptalíkan okkar félags hefur margsannað sig. Það hefur skilað góðri afkomu til margra ára og það kom inní ástandið með góða eiginfjárstöðu og lausafjárstöðu. En auðvitað er þetta krefjandi verkefni í allri þessari óvissu,“ segir Bogi. Íslandsbanki, Landsbanki og Kviku banki aðstoða félagið við hlutafjárútboðið. Það er margt sem þarf að skýrast áður en hluthafafundur fer fram en fjárfestar vilja vita hvernig fer með samninga vegna Max- flugvélanna sem voru kyrrsettar, með kostnað og þar á meðal launakostnað og aðrar áætlanir félagsins í tekjum og kostnaði. Bogi segir að félagið standi ágætlega að vígi varðandi samninga við Boeing. „Það eru ennþá tafir á afhendingu flugvélanna sem gerir samningsstöðu okkar betri ef það verður niðurstaða okkar að taka ekki við vélunum,“ segir Bogi. Telur virði félagsins mun meira en endurspeglast í genginu Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa hríðfallið síðustu mánuði í Kauphöllinni. Bogi segir þetta sömu þróun og annars staðar. Virði félagsins sé meira. „Ég er sannfærður um að virði félagsins eu til lengri tíma er mun hærra en kemur fram á markaði í dag en þessi skammtímaáhrif eru gríðarleg. Þetta hefur verið skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki og í raun það mikilvægasta á landinu. Það er því mikilvægt að það standi sterkt þegar óvissunni lýkur og sé í lykilstöðu að reisa hér aftur við öflugt efnahagslíf,“ segir hann. Bogi segist ekki geta tjáð sig um hvað ríkið þurfi að koma með mikið fjármagn en samgönguráðherra sagði í Kastljósi í gær að það væri umtalsvert meira en fimm til tíu milljarða. „Við erum að vinna á ákveðnum áætlunum hjá okkur og fjárhæðin þar er ekki alveg komin í ljós. Við vinnum náið með yfirvöldum í þessu máli,“ segir hann. Hlutafjárútboð um miðjan júní Bogi býst við að hlutafjárútboð verði nokkrum vikum eftir hluthafafund. „Það er stefnt að því að klára hlutafjárútboð um miðjan júní,“ segir hann.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkið tilbúið í samtal við Icelandair um lán eða ábyrgð á lánum Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt tillaga fjögurra ráðherra um að ríkið væri tilbúið að eiga samtal við Icelandair um veitingu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. 30. apríl 2020 18:13 Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og önnur ríki sem eignast hafi hlut í flugfélögumá móti stuðningi sínum við þau. Fjármálaráðherra segir það eiga að vera síðasta úrræðið. 30. apríl 2020 12:41 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Ríkið tilbúið í samtal við Icelandair um lán eða ábyrgð á lánum Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt tillaga fjögurra ráðherra um að ríkið væri tilbúið að eiga samtal við Icelandair um veitingu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. 30. apríl 2020 18:13
Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og önnur ríki sem eignast hafi hlut í flugfélögumá móti stuðningi sínum við þau. Fjármálaráðherra segir það eiga að vera síðasta úrræðið. 30. apríl 2020 12:41
Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41
„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10
Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54