Erlent

Gíslatökunni á Möltu lokið: Vopnin reyndust eftirlíkingar

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Flugfreyjur, sem voru á meðal gíslanna, ganga frá borði.
Flugfreyjur, sem voru á meðal gíslanna, ganga frá borði. vísir/EPA
Vopn líbýsku flugræningjanna, sem rændu flugvél Afriqyah Airways á Möltu í morgun, reyndust vera eftirlíkingar. Þetta kom fram í tísti Josephs Muscat, forsætisráðherra Möltu.

Gíslatakan er nú afstaðin henni lauk með uppgjöf flugræningjanna sem slepptu öllum 116 farþegum vélarinnar ásamt áhöfninni. Í kjölfarið voru gíslatökumennirnir handteknir.

Sjá einnig: Líbískri flugvél rænt og lent á Möltu

Flugræningjarnir eru sagðir tilheyra áhangendahópi Muammars Gaddafi heitins, fyrrum einræðisherra í Líbýu. Einn þeirra sagði í samtali við líbíska sjónvarpsstöð að hann hefði skipulagt gíslatökuna í þeim tilgangi að vekja athygli á hópnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×