Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Tómas Þór Þórðarson. skrifar 23. desember 2016 19:00 Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun. Handbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun.
Handbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira