Hætta á stöðnun samfara verðbólgu 30. júní 2011 19:08 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningar Arion. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“ Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira