Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2020 16:46 Gummi brúnaþungur í dag. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti