Nítján ára gamall að fá tækifæri í aðalliði Man Utd og minnir stjórann á Gary Neville Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:30 Brandon Williams er búinn að skapa sér nafn hjá Manchester United þar sem hann er alinn upp. Getty/ Alex Livesey Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira