Erlent

Nýtt bóluefni gegn ebólu gefur mjög góða raun

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill ebólufaraldur braust út í Vestur-Afríku árið 2013.
Mikill ebólufaraldur braust út í Vestur-Afríku árið 2013. Vísir/AFP
Nýtt bóluefni gegn ebólu hefur reynst mjög árangursríkt og segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO að bóluefnið verði gert aðgengilegt árið 2018.

Prófanir í Gíneu hafa sýnt að af þeim sex þúsund sem fengu bóluefnið þá smitaðist enginn af veirunni. Í öðrum hópi, þar sem enginn fékk umrætt bóluefni, smituðust 23.

Þetta kemur fram í nýrri grein sem birt er í hinu vita læknatímariti Lancet.

„Ef við berum saman núll á móti 23, þá bendir það til þess að bóluefnið sé mjög árangursríkt. Mögulega 100 prósent,“ segir Marie-Paule Kieny hjá WHO.

Mikill ebólufaraldur braust út í Vestur-Afríku árið 2013. Rúmlega 11 þúsund manns létu lífið, flestir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×