Innlent

Spuni Finns ekki falur

Finnur segir að heyra hefði mátt saumnál detta meðan beðið var eftir tölum dómara. Síðan brutust fagnaðarlætin út í brekkunni.
Frettabladid/Hilda Karen
Finnur segir að heyra hefði mátt saumnál detta meðan beðið var eftir tölum dómara. Síðan brutust fagnaðarlætin út í brekkunni. Frettabladid/Hilda Karen
„Þetta var mögnuð stund," segir Finnur Ingólfsson, þegar hann lýsir því er tölur kynbótadómara voru lesnar upp á Landsmótinu á Vindheimamelum og til varð nýr heimsmeistari, Spuni frá Vesturkoti, fimm vetra, en hann fékk 8,87 í aðaleinkunn, hæstu einkunn í heimi sem stóðhestur hefur fengið.

Að sögn forráðamanna Landsmóts 2011 fjölgaði gestum mótsins ört í gær og á góð veðurspá næstu daga vafalaust sinn þátt í því.

Hesturinn Spuni er fyrsti kynbótagripurinn sem Finnur og fjölskylda hans rækta. Finnur segir hann með einstakt og frábært geðslag, auk annarra kosta.

Spurður um hvort verðmiði sé kominn á hestinn svarar hann stutt og laggott: „Maður setur ekki verðmiða á börnin sín. Spuni er ekki falur."- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×