Reykjavík sem friðarborg Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Hreiðar Eiríksson skrifar 21. maí 2014 11:39 Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar