Reykjavík sem friðarborg Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Hreiðar Eiríksson skrifar 21. maí 2014 11:39 Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun