Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar.
Liður í því gæti að hans mati verið að selja hluta fyrirtækisins. Nefndi hann lífeyrissjóðina sem ákjósanlega kaupendur í því samhengi.
Eygló skrifaði á facebook síðu sína í morgun um málið og þar er hún afdráttarlaus:
„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“
Það virðist því ljóst að eining ríkir ekki í ríkisstjórninni um þessa hugmynd fjármálaráðherra.
Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða
Tengdar fréttir
Bjarni segir hugsanlegt að lífeyrissjóðir eignist hlut í Landsvirkjun
Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar sagðist Bjarni opinn fyrir því að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða til lengri tíma í dreifðu eignasafni.
Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða.