Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júlí 2015 19:30 Heimsleikarnir í Crossfit hefjast í Bandaríkjum á morgun. Fimm einstaklingar og eitt lið, lið Crossfit Reykjavíkur, frá Íslandi unnu sér inn þátttökurétt á mótinu með frábærri frammistöðu í undankeppninni sem fram fór í vor. Íslendingarnir hefja þó ekki keppni fyrr en á miðvikudag. Crossfit er þekkt fyrir það að keppendur, og áhorfendur, vita ekki við hverju þau eiga nákvæmlega að búast. Á mánudagskvöldi í keppnisvikunni hittast keppendur og borða saman. Venjan er að á þeim fundi fái þau að vita um greinar sem bíða þeirra. Árið 2012 var til að mynda tilkynnt um að keppendur þyrftu að ljúka járnkarli og upptöku frá kvöldverðinum 2013 má sjá hér að neðan. Reikna má með því að tvær greinar fari fram á miðvikudeginum og þrjár til fjórar greinar á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Svo er aldrei að vita nema keppendum verði komið á óvart og grein verði sett á fimmtudaginn líka. Búið er að upplýsa um fjórar greinar. Keppendur munu spreyta sig á „Murph“ sem samanstendur af míluhlaupi, hundrað upphýfingum, 200 armbeygjum og 300 hnébeygjum og er loks lokið með míluhlaupi á ný. Einnig vita keppendur að þeirra bíður „snörunarstigi“, spretthlaup með ýmsum hindrunum og keppni á ströndinni. Til að hita upp fyrir viðburðinn hefur Vísir tekið saman örstutta kynningu á íslensku keppendunum sem taka þátt í einstaklingkeppninni. Love the rush of competition and everyone there created an incredible environment Perfect surroundings to push you limits! @crossfitgames #allsmiles #thorisdottir #enjoythejourney #crossfit #regionals A photo posted by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jun 12, 2015 at 6:21am PDTAnnie Mist Þórisdóttir - 25 áraAnnie Mist þarf vart að kynna fyrir þeim sem hafa fylgst með keppninni en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem ein besta Crossfit kona heimsins. Hún er sú eina sem sigrað hefur keppnina í tvígang en það gerði hún árin 2011 og 2012. 2010 og 2014 lenti hún í öðru sæti en tók ekki þátt vegna meiðsla árið 2013.Styrkleikar og veikleikar: Oftar en ekki virðist vera sem Annie eigi örlítið meira eftir á tanknum þegar líður á keppnina. Þegar á reynir nær hún að draga fram nokkra dropa til að komast fram úr keppinautum sínum þegar líður keppnina. Lactic threshold training with @hinshaw363, check out @berserkur for photos from todays running. - @niketraining #niketraining #justdoit #nike #scitecwodcrusher #sklz #sportvorur #wodcrusher #harfaktory #dismakeup #teampowerfactory #cfsudurnes #thetrainingplan #crossfit #crossfitgames2015 A photo posted by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jul 2, 2015 at 10:10am PDTRagnheiður Sara Sigmundsdóttir – 22 ára Ragnheiður Sara er að taka þátt í sínum fyrstu Heimsleikum. Fyrr á þessu ári sigraði hún tvö sterk CrossFit mót og, mörgum að óvörum, stóð hún uppi sem sigurvegari í undankeppni Evrópu og Afríku fyrir heimsleikana. Gárungar telja að hún muni lauma sér í toppbaráttuna.Styrkleikar og veikleikar: Lengi hefur hún verið með þeim bestu í greinum sem krefjast úthalds og styrks en aðeins hefur vantað upp á tæknina í fimleikagreinunum. Að undanförnu hefur Ragnheiður lagt mikla vinnu í að bæta þann hluta og er til alls líkleg. Focus on you, it pays off. | #BuiltByBergeron @Reebok #CrossFit #Games #GamesPrep #GamesTraining #EnjoyTheJorney #BetterThanYesterday #BeMoreHuman | @dbthump A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 7, 2015 at 2:15pm PDTKatrín Tanja Davíðsdóttir – 22 ára Katrín er nú að taka þátt á sínum þriðju Heimsleikum en hennar besti árangur er 24. sæti. Í fyrra missti hún af sæti á þeim þar sem henni gekk illa með spretthlaup og kaðlaklifur. Hún vann sér inn þátttökurétt núna með því að ljúka keppni í öðru sæti undankeppninnar.Styrkleikar og veikleikar: Ólympískar lyftingar hafa lengi verið hennar aðalsmerki og er næsta víst að svo verði áfram. Hún hefur unnið mikið í því að bæta sprengikraftinn í sprettunum og er vonandi að það skili sér á mótinu.Þuríður Erla Helgadóttir – 23 áraHeimsleikarnir í ár verða þeir fimmtu sem Þuríður fer á. Í þrígang hefur hún farið með liði en þetta er í annað skipti sem hún keppir sem einstaklingur. Hún er núverandi Íslandsmeistari í CrossFit og er örlítið ólíkindatól. Fimmta sætið í undankeppninni var hennar.Styrkleikar og veikleikar: Þuríður er smávaxnari og fimari en flestir keppendur og það gefur henni forskot í fimleikaþrautum og greinum þar sem unnið er með eigin þyngd. Helsti akkílesarhæll hennar er að miklar þyngdir hægja oft á henni. Snatch speed ladder training yesterday, quick setup and a tight catch people. @crossfitgames @weightlifting_101 @wodcrusher #holdsåkjæft A photo posted by Björgvin Karl Guðmundsson (@bjorgvink) on Jul 12, 2015 at 12:20pm PDTBjörgvin Karl Guðmundsson – 22 ára Björgvin er á sínum öðrum Heimsleikum en í fyrra lauk hann keppni í 26. sæti. Hann er eini íslenski karlkyns keppandinn í flokki einstaklinga. Björgvin vann sér inn þátttöku rétt með því að ljúka keppni í 2. sæti undanriðilsins.Styrkleikar og veikleikar: Aðalsmerki Björgvins hafa verið fimleikaæfingar og hefur hann ítrekað verið ofarlega í þeim greinum. Í öðrum þrautum hefur hann oftar en ekki endað kringum miðjan hóp. Björgvin hefur að undanförnu reynt að auka við úthald sitt og styrk fyrir Heimsleikana. Hér að neðan má sjá myndband frá undanmótinu sem fram fór í Kaupmannahöfn. Vísir mun síðan fylgjast með Heimsleikunum og segja frá því sem þar fer fram. Rétt er síðan að árétta það að lið Crossfit Reykjavíkur gleymdist ekki. Sambærileg upphitun fyrir þá sem fyrir það keppa er væntanleg inn á Vísi á morgun. CrossFit Tengdar fréttir Fimm af tíu fulltrúum Evrópu frá Íslandi Íslendingar rúlluðu upp undankeppninni fyrir Krossfit-leikana nú um helgina. 31. maí 2015 18:08 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Heimsleikarnir í Crossfit hefjast í Bandaríkjum á morgun. Fimm einstaklingar og eitt lið, lið Crossfit Reykjavíkur, frá Íslandi unnu sér inn þátttökurétt á mótinu með frábærri frammistöðu í undankeppninni sem fram fór í vor. Íslendingarnir hefja þó ekki keppni fyrr en á miðvikudag. Crossfit er þekkt fyrir það að keppendur, og áhorfendur, vita ekki við hverju þau eiga nákvæmlega að búast. Á mánudagskvöldi í keppnisvikunni hittast keppendur og borða saman. Venjan er að á þeim fundi fái þau að vita um greinar sem bíða þeirra. Árið 2012 var til að mynda tilkynnt um að keppendur þyrftu að ljúka járnkarli og upptöku frá kvöldverðinum 2013 má sjá hér að neðan. Reikna má með því að tvær greinar fari fram á miðvikudeginum og þrjár til fjórar greinar á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Svo er aldrei að vita nema keppendum verði komið á óvart og grein verði sett á fimmtudaginn líka. Búið er að upplýsa um fjórar greinar. Keppendur munu spreyta sig á „Murph“ sem samanstendur af míluhlaupi, hundrað upphýfingum, 200 armbeygjum og 300 hnébeygjum og er loks lokið með míluhlaupi á ný. Einnig vita keppendur að þeirra bíður „snörunarstigi“, spretthlaup með ýmsum hindrunum og keppni á ströndinni. Til að hita upp fyrir viðburðinn hefur Vísir tekið saman örstutta kynningu á íslensku keppendunum sem taka þátt í einstaklingkeppninni. Love the rush of competition and everyone there created an incredible environment Perfect surroundings to push you limits! @crossfitgames #allsmiles #thorisdottir #enjoythejourney #crossfit #regionals A photo posted by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jun 12, 2015 at 6:21am PDTAnnie Mist Þórisdóttir - 25 áraAnnie Mist þarf vart að kynna fyrir þeim sem hafa fylgst með keppninni en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem ein besta Crossfit kona heimsins. Hún er sú eina sem sigrað hefur keppnina í tvígang en það gerði hún árin 2011 og 2012. 2010 og 2014 lenti hún í öðru sæti en tók ekki þátt vegna meiðsla árið 2013.Styrkleikar og veikleikar: Oftar en ekki virðist vera sem Annie eigi örlítið meira eftir á tanknum þegar líður á keppnina. Þegar á reynir nær hún að draga fram nokkra dropa til að komast fram úr keppinautum sínum þegar líður keppnina. Lactic threshold training with @hinshaw363, check out @berserkur for photos from todays running. - @niketraining #niketraining #justdoit #nike #scitecwodcrusher #sklz #sportvorur #wodcrusher #harfaktory #dismakeup #teampowerfactory #cfsudurnes #thetrainingplan #crossfit #crossfitgames2015 A photo posted by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jul 2, 2015 at 10:10am PDTRagnheiður Sara Sigmundsdóttir – 22 ára Ragnheiður Sara er að taka þátt í sínum fyrstu Heimsleikum. Fyrr á þessu ári sigraði hún tvö sterk CrossFit mót og, mörgum að óvörum, stóð hún uppi sem sigurvegari í undankeppni Evrópu og Afríku fyrir heimsleikana. Gárungar telja að hún muni lauma sér í toppbaráttuna.Styrkleikar og veikleikar: Lengi hefur hún verið með þeim bestu í greinum sem krefjast úthalds og styrks en aðeins hefur vantað upp á tæknina í fimleikagreinunum. Að undanförnu hefur Ragnheiður lagt mikla vinnu í að bæta þann hluta og er til alls líkleg. Focus on you, it pays off. | #BuiltByBergeron @Reebok #CrossFit #Games #GamesPrep #GamesTraining #EnjoyTheJorney #BetterThanYesterday #BeMoreHuman | @dbthump A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 7, 2015 at 2:15pm PDTKatrín Tanja Davíðsdóttir – 22 ára Katrín er nú að taka þátt á sínum þriðju Heimsleikum en hennar besti árangur er 24. sæti. Í fyrra missti hún af sæti á þeim þar sem henni gekk illa með spretthlaup og kaðlaklifur. Hún vann sér inn þátttökurétt núna með því að ljúka keppni í öðru sæti undankeppninnar.Styrkleikar og veikleikar: Ólympískar lyftingar hafa lengi verið hennar aðalsmerki og er næsta víst að svo verði áfram. Hún hefur unnið mikið í því að bæta sprengikraftinn í sprettunum og er vonandi að það skili sér á mótinu.Þuríður Erla Helgadóttir – 23 áraHeimsleikarnir í ár verða þeir fimmtu sem Þuríður fer á. Í þrígang hefur hún farið með liði en þetta er í annað skipti sem hún keppir sem einstaklingur. Hún er núverandi Íslandsmeistari í CrossFit og er örlítið ólíkindatól. Fimmta sætið í undankeppninni var hennar.Styrkleikar og veikleikar: Þuríður er smávaxnari og fimari en flestir keppendur og það gefur henni forskot í fimleikaþrautum og greinum þar sem unnið er með eigin þyngd. Helsti akkílesarhæll hennar er að miklar þyngdir hægja oft á henni. Snatch speed ladder training yesterday, quick setup and a tight catch people. @crossfitgames @weightlifting_101 @wodcrusher #holdsåkjæft A photo posted by Björgvin Karl Guðmundsson (@bjorgvink) on Jul 12, 2015 at 12:20pm PDTBjörgvin Karl Guðmundsson – 22 ára Björgvin er á sínum öðrum Heimsleikum en í fyrra lauk hann keppni í 26. sæti. Hann er eini íslenski karlkyns keppandinn í flokki einstaklinga. Björgvin vann sér inn þátttöku rétt með því að ljúka keppni í 2. sæti undanriðilsins.Styrkleikar og veikleikar: Aðalsmerki Björgvins hafa verið fimleikaæfingar og hefur hann ítrekað verið ofarlega í þeim greinum. Í öðrum þrautum hefur hann oftar en ekki endað kringum miðjan hóp. Björgvin hefur að undanförnu reynt að auka við úthald sitt og styrk fyrir Heimsleikana. Hér að neðan má sjá myndband frá undanmótinu sem fram fór í Kaupmannahöfn. Vísir mun síðan fylgjast með Heimsleikunum og segja frá því sem þar fer fram. Rétt er síðan að árétta það að lið Crossfit Reykjavíkur gleymdist ekki. Sambærileg upphitun fyrir þá sem fyrir það keppa er væntanleg inn á Vísi á morgun.
CrossFit Tengdar fréttir Fimm af tíu fulltrúum Evrópu frá Íslandi Íslendingar rúlluðu upp undankeppninni fyrir Krossfit-leikana nú um helgina. 31. maí 2015 18:08 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Fimm af tíu fulltrúum Evrópu frá Íslandi Íslendingar rúlluðu upp undankeppninni fyrir Krossfit-leikana nú um helgina. 31. maí 2015 18:08