Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2020 20:30 Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira