Vill að fólk fái að deyja á eigin forsendum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2015 19:38 "Þetta er eitthvað sem við viljum ekkert ræða dagsdaglega á meðan við erum dauðleg. Svo gerist eitthvað og við verðum dauðleg,“ segir Þórlaug. „Ég var útskrifuð öfugu megin af líknardeild en var í marga mánuði deyjandi og þurfti þá að ganga í gegnum það sem deyjandi fólk gengur í gegnum. Það er mjög skrítinn veruleiki sem ég mæli nú ekkert sérlega með. En það er hægt að læra af því og eitt af því sem mig langar að ræða.“ Þetta segir Þórlaug Ágústsdóttir sem háð hefur stranga baráttu við krabbamein. Hún greindist með krabbamein árið 2010 en árið 2012 fékk hún þær fregnir að meinið væri ólæknandi og að hún væri dauðvona. Það var svo árið 2013 sem hún fékk þær upplýsingar að hún væri laus við krabbameinið. Siðmennt hélt í dag málþing um líknardauða þar sem málið var rætt bæði út frá sjónarhorni heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda þeirra sem dáið hafa líknardauða. Þórlaug fagnar framtakinu, en hún ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekkert ræða dagsdaglega á meðan við erum dauðleg. Svo gerist eitthvað og við verðum dauðleg, eða einhver í kringum okkur verður dauðlegur, og við þurfum að fara að taka ákvörðun,“ segir Þórlaug.Varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur Þórlaug segir umræðuna mikilvæga, því allir eigi rétt á eigin lífi – og eigin dauða. „Ef þú ert dauðvona á annað borð eða ástandið þannig að þú ert kannski fangi í eigin líkama, og þessi mannlega upplifun, það að vera maður og eiga samskipti við aðra og geta tjáð sig. Ef þetta er komið í hættu þá finnst mér að hver einasta manneskja eigi að fá að segja til um það hvort henni finnist lífi þess virði og að já, lifa því lengur ef dauðinn er óumflýjanlegur og handan við hornið og kannski ekkert nema þjáningar í millitíðinni.“ Þá segir hún að vissulega sé hætta á misnotkun en að gríðarlega marga varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur. „Mér finnst þetta vera eitthvað sem við þurfum að ræða og hafa ferli utan um þannig að það sé ekki hægt að leggja þrýsting á sjúkling sem er orðinn fyrir þannig að þetta sé ákvörðun sem fólk fær að taka á sínum eigin forsendum og að menn geti fengið að deyja þegar lífið er orðið þannig að það er ekki þess virði að lifa því lengi. Út af sársauka eða öðru,“ segir Þórlaug.Dauðaferlinu stjórnað „Við erum bara að stjórna dauðaferlinu þannig að það sé eins þolanlegt og hægt er. Niðurstaðan er sú sama. Við erum ekki að tala um það að þunglyndir fari og fái aðstoð. Við erum að tala raunverulega deyjandi fólk eða fólk sem hefur ekki úrræði.“ Sjálf tók hún umræðuna við börnin sín og sína nánustu, en hún á tvo drengi, níu og ellefu ára. Umræðan sé nauðsynleg en að mikilvægast sé að njóta hverrar einustu mínútu sem eftir sé. „Það er furðulegt að vera búinn að taka þessa umræðu við börnin sín en það verður þó að gera það til að sýna að það er öryggi til staðar.“Skipulagði kistulagninguna Þórlaug segir að á tímapunkti hafi hún verið farin að skipuleggja dauða sinn, meðal annars kistulagninguna sína. „Ég veit þetta hljómar absúrd að vera að ræða þetta. Að vera ekki „súisædal“ en samt reyna að skipuleggja sinn dauða eins vel og hægt er. Og það er ótrúlega erfitt að gera það upp á eigin spítur.“ Viðtalið við Þórlaugu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Ég var útskrifuð öfugu megin af líknardeild en var í marga mánuði deyjandi og þurfti þá að ganga í gegnum það sem deyjandi fólk gengur í gegnum. Það er mjög skrítinn veruleiki sem ég mæli nú ekkert sérlega með. En það er hægt að læra af því og eitt af því sem mig langar að ræða.“ Þetta segir Þórlaug Ágústsdóttir sem háð hefur stranga baráttu við krabbamein. Hún greindist með krabbamein árið 2010 en árið 2012 fékk hún þær fregnir að meinið væri ólæknandi og að hún væri dauðvona. Það var svo árið 2013 sem hún fékk þær upplýsingar að hún væri laus við krabbameinið. Siðmennt hélt í dag málþing um líknardauða þar sem málið var rætt bæði út frá sjónarhorni heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda þeirra sem dáið hafa líknardauða. Þórlaug fagnar framtakinu, en hún ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekkert ræða dagsdaglega á meðan við erum dauðleg. Svo gerist eitthvað og við verðum dauðleg, eða einhver í kringum okkur verður dauðlegur, og við þurfum að fara að taka ákvörðun,“ segir Þórlaug.Varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur Þórlaug segir umræðuna mikilvæga, því allir eigi rétt á eigin lífi – og eigin dauða. „Ef þú ert dauðvona á annað borð eða ástandið þannig að þú ert kannski fangi í eigin líkama, og þessi mannlega upplifun, það að vera maður og eiga samskipti við aðra og geta tjáð sig. Ef þetta er komið í hættu þá finnst mér að hver einasta manneskja eigi að fá að segja til um það hvort henni finnist lífi þess virði og að já, lifa því lengur ef dauðinn er óumflýjanlegur og handan við hornið og kannski ekkert nema þjáningar í millitíðinni.“ Þá segir hún að vissulega sé hætta á misnotkun en að gríðarlega marga varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur. „Mér finnst þetta vera eitthvað sem við þurfum að ræða og hafa ferli utan um þannig að það sé ekki hægt að leggja þrýsting á sjúkling sem er orðinn fyrir þannig að þetta sé ákvörðun sem fólk fær að taka á sínum eigin forsendum og að menn geti fengið að deyja þegar lífið er orðið þannig að það er ekki þess virði að lifa því lengi. Út af sársauka eða öðru,“ segir Þórlaug.Dauðaferlinu stjórnað „Við erum bara að stjórna dauðaferlinu þannig að það sé eins þolanlegt og hægt er. Niðurstaðan er sú sama. Við erum ekki að tala um það að þunglyndir fari og fái aðstoð. Við erum að tala raunverulega deyjandi fólk eða fólk sem hefur ekki úrræði.“ Sjálf tók hún umræðuna við börnin sín og sína nánustu, en hún á tvo drengi, níu og ellefu ára. Umræðan sé nauðsynleg en að mikilvægast sé að njóta hverrar einustu mínútu sem eftir sé. „Það er furðulegt að vera búinn að taka þessa umræðu við börnin sín en það verður þó að gera það til að sýna að það er öryggi til staðar.“Skipulagði kistulagninguna Þórlaug segir að á tímapunkti hafi hún verið farin að skipuleggja dauða sinn, meðal annars kistulagninguna sína. „Ég veit þetta hljómar absúrd að vera að ræða þetta. Að vera ekki „súisædal“ en samt reyna að skipuleggja sinn dauða eins vel og hægt er. Og það er ótrúlega erfitt að gera það upp á eigin spítur.“ Viðtalið við Þórlaugu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00