Erlent

Rússar íhuga að fordæma „innlimun“ Austur-Þýskalands árið 1990

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Sergei Naryshkin, forseti Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, hefur skipað þingnefnd að kanna hvort tilefni sé til þess að Rússland fordæmi það sem þeir kalla „innlimun“ Austur-Þýskalands árið 1990. Hann mætti harðri gagnrýni vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga, þegar hann hélt ræðu á Evrópuþinginu.

Samkvæmt fjölmiðlum í Rússlandi lagði Nikolai Ivanov fram tillögu í gær um að fordæma sameiningu Þýskalands. Hann segir að ólíkt á Krímskaga hafi ekki legið fyrir atkvæði meirihluta um sameininguna.

Samkvæmt Rússum voru 97 prósent íbúa Krímskaga hlynnt því að svæðið yrði innlimað af Rússlandi. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin fordæmdu atkvæðagreiðsluna og sögðu hana ólöglega.

Naryshkin hefur skipað þingnefnd til að fjalla um tillöguna. Austur- og Vestur-Þýskalands sameinuðust þann 3. október árið 1990 eftir viðræður á milli ríkjanna. Sovétríkin komu að samningunum auk annarra ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×