Borgin leigir hluta útvarpshússins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 14:24 Útvarpshúsið stendur við Efstaleiti. Vísir/GVA „Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni. Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni.
Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira