Tsipras vill fara samningaleiðina Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2015 07:00 Ný stjórn. Panos Kammenos varnarmálaráðherra, Gianni Dragasakis aðstoðarforsætisráðherra og Alexis Tsipras forsætisráðherra. fréttablaðið/AP „Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP
Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira