Sport

Andy Murray í úrslitaleikinn á opna ástralska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Vísir/Getty
Andy Murray kom til baka eftir erfiða byrjun og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á opna ástralska mótinu í tennis.

Andy Murray vann Tomas Berdych 6-7 (6-8) 6-0 6-3 og 7-5 og mætir annaðhvort Novak Djokovic eða Stan Wawrinka í úrslitaleiknum.

Murray tapaði fyrsta settinu en svaraði því með frábærum 6-0 sigri í öðru setti. Hann vann síðan tvö síðustu settin og þar með leikinn.

Þetta er í fjórða sinn sem Andy Murray kemst í titilleikinn á opna ástralska og í áttunda sinn sem hann spilar til úrslita á risamóti.

Andy Murray komst ekki í úrslitaleik á neinu risamóti árið 2014 en spilaði síðasta til úrslita á Wimbledon-mótinu þegar hann vann það árið 2013.

Andy Murray hefur aldrei unnið opna ástralska mótið en tapaði í úrslitaleik 2010 (á móti Roger Federer), 2011 (á móti Novak Djokovic) og 2013 (á móti Novak Djokovic).

Novak Djokovic og Stan Wawrinka mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun og Murray fær því einn dag í meiri hvíld fyrir úrslitaleikinn.


Tengdar fréttir

Serena Williams og Sharapova mætast í úrslitaleiknum

Það verður einvígi á milli Bandaríkjanna og Rússlands í úrslitaleik í einliðaleik kvenna á opna ástralska mótinu í tennis en þær Serena Williams og Maria Sharapova tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×