Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2015 08:00 Óli H. Þórðarson sem vann greiningu á banaslysum í umferðinni segist hafa komist í náið samband við aðstandendur þeirra sem létust. Vísir/GVA „Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira