Erlent

Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Um sjötíu Palestínumenn sem mótmæltu ofbeldi og landtöku Ísraelsmanna særðust í dag á Gazasvæðinu í skothríð frá Ísraelskum hermönnum
Um sjötíu Palestínumenn sem mótmæltu ofbeldi og landtöku Ísraelsmanna særðust í dag á Gazasvæðinu í skothríð frá Ísraelskum hermönnum Vísir/afp
Um sjötíu Palestínumenn sem mótmæltu ofbeldi og landtöku Ísraelsmanna særðust í dag á Gazasvæðinu í skothríð frá Ísraelskum hermönnum að því er fram kemur á vef Reuters.

Í gær féllu sextán Palestínumenn og fjórtán hundruð særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á svæðinu á síðari árum. Þúsundir Palestínumanna komu saman í gær við landamæri Gaza og hugðust standa að friðsömum mótmælum í heilar sex vikur.

Þúsundir fylktu liði á götum Gaza til að mótmæla ofbeldi Ísraelsmanna. Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild.

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, sagði Ísraelsmenn bera fulla ábyrgð á ofbeldinu og forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu sagði Ísraelsmenn hafa verið að verja fullveldi sitt.

Einn syrgjenda, Mohammad Sabbagh, greindi frá raunum sínum við fréttamann Guardian. Hann sagðist hafa séð tvítugan bróður sinn, Bader, skotinn í höfuðið í gær.

„Hann var ekki að gera neitt af sér. Hann bara stóð þarna við hliðina á mér,“ segir Sabbagh.

Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán Palestínumanna sem féllu í átökunum í gær.


Tengdar fréttir

Þjóðarsorg í Palestínu

Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×