Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær 6. ágúst 2007 14:34 Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira