Rekstur friðarsúlu á þrjár milljónir 6. júlí 2007 02:00 Lennon-hjónin í New York skömmu áður en Bítillinn var myrtur árið 1980. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að greiða þrjár milljónir króna á ári vegna reksturs friðarsúlu listakonunnar Yoko Ono í Viðey. Orkuveitan og borgarráð ákváðu í fyrra að verja 15 milljónum hvor aðili til þess að kosta framkvæmdir við friðarsúluna sem reist verður samkvæmt hönnun Yoko Ono. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er kostnaður við verkið kominn langt umfram fyrstu áætlanir, jafnvel að eitt hundrað milljónum króna, og Yoko hefur boðist til að greiða það sem á vantar auk þess sem hún gefur sína hugmyndavinnu við listaverkið sem ber heitið Imagine Peace Tower. „Það er ótvíræður heiður að jafn virt og áhrifamikil listakona og friðarsinni og Yoko Ono skuli kjósa að starfa með Listasafni Reykjavíkur að þessu verkefni. Það er ekki síður mikilvægt að bún bjóðist til að gefa Reykjavíkurborg stærsta hlutann af verki sem væntanlega mun vekja athygli víða um heim og verða minnisvarði til framtíðar um það hlutverk í málefnum friðar sem Reykjavík og Ísland hafa gegnt og gera vonandi í enn ríkari mæli til framtíðar,“ segir menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur, í ósk um heimild borgarráðs til að ganga frá samningum við Yoko. Listakonan gerir að skilyrði að borgin greiði kostnað við rekstur súlunnar og annist viðhald hennar. Þá vill hún að súlan verði tilbúin fyrir 9. október í haust. Annars dragi hún fjárframlag sitt til baka. Þennan tiltekna Ono hefði eiginmaður hennar, Bítilinn John Lennon, orðið 67 ára hefði hann lifað. Endaleg mynd af hönnun súlunnar er ekki fáanleg hjá Reykjavíkurborg. Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur samþykkt að greiða þrjár milljónir króna á ári vegna reksturs friðarsúlu listakonunnar Yoko Ono í Viðey. Orkuveitan og borgarráð ákváðu í fyrra að verja 15 milljónum hvor aðili til þess að kosta framkvæmdir við friðarsúluna sem reist verður samkvæmt hönnun Yoko Ono. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er kostnaður við verkið kominn langt umfram fyrstu áætlanir, jafnvel að eitt hundrað milljónum króna, og Yoko hefur boðist til að greiða það sem á vantar auk þess sem hún gefur sína hugmyndavinnu við listaverkið sem ber heitið Imagine Peace Tower. „Það er ótvíræður heiður að jafn virt og áhrifamikil listakona og friðarsinni og Yoko Ono skuli kjósa að starfa með Listasafni Reykjavíkur að þessu verkefni. Það er ekki síður mikilvægt að bún bjóðist til að gefa Reykjavíkurborg stærsta hlutann af verki sem væntanlega mun vekja athygli víða um heim og verða minnisvarði til framtíðar um það hlutverk í málefnum friðar sem Reykjavík og Ísland hafa gegnt og gera vonandi í enn ríkari mæli til framtíðar,“ segir menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur, í ósk um heimild borgarráðs til að ganga frá samningum við Yoko. Listakonan gerir að skilyrði að borgin greiði kostnað við rekstur súlunnar og annist viðhald hennar. Þá vill hún að súlan verði tilbúin fyrir 9. október í haust. Annars dragi hún fjárframlag sitt til baka. Þennan tiltekna Ono hefði eiginmaður hennar, Bítilinn John Lennon, orðið 67 ára hefði hann lifað. Endaleg mynd af hönnun súlunnar er ekki fáanleg hjá Reykjavíkurborg.
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira