Hæsta hættustigi lýst yfir á heimsvísu vegna kórónuveirunnar Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 22:27 Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33
Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30