Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. Vísir/Hanna Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir. Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir.
Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56