Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. Vísir/Hanna Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir. Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir.
Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
„Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56