Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 20:30 Draumalið Benedikts Guðmundssonar. Körfuboltakvöld/Skjáskot Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira