Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 19:16 Aron Bjarnason lék með Breiðablik áður en hann hélt til Ungverjalands. Vísir/Bára Vængmaðurinn Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á komandi leiktímabili. Kemur hann á láni frá ungverska úrvalsdeildarliðinu Újpest. Gildir lánsamningurinn út leiktímabilið sem fer af stað um miðbik júní mánaðar næstkomandi. Greindi knattspyrnudeild Vals frá þessu nú rétt í þessu. Aron lék alls sextán deildarleiki með Újpest í vetur áður en deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins. Gekk honum illa að brjótast inn í byrjunarliðið og er nú kominn aftur í Pepsi Max deildina. Aron, sem er fæddur árið 1995, lék með Breiðablik áður en hann hélt til Ungverjalands. Þar áður lék hann með Fram og ÍBV. Alls hefur hann leikið 113 leiki í efstu deild hér á landi og skorað 23 mörk. Þá lék hann fyrir bæði U-18 og U-19 ára landslið Íslands á sínum tíma. Í mars sagðist Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilja styrkja hóp Vals en honum fannst liðinu helst vanta annan framherja. „Ef þú lítur á þennan hóp sem þú varst með inn á töflu áðan, þá vantar breidd fram á við. Patrick Pedersen er eina náttúrlega nían í hópnum,“ sagði Heimir í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportið í kvöld. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Aron er ekki framherji en mögulega mun hann leysa stöðu framherja þegar þar að kemur. Eða þá að Valsmenn eiga eftir að fá til sín fleiri leikmenn. Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Vængmaðurinn Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á komandi leiktímabili. Kemur hann á láni frá ungverska úrvalsdeildarliðinu Újpest. Gildir lánsamningurinn út leiktímabilið sem fer af stað um miðbik júní mánaðar næstkomandi. Greindi knattspyrnudeild Vals frá þessu nú rétt í þessu. Aron lék alls sextán deildarleiki með Újpest í vetur áður en deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins. Gekk honum illa að brjótast inn í byrjunarliðið og er nú kominn aftur í Pepsi Max deildina. Aron, sem er fæddur árið 1995, lék með Breiðablik áður en hann hélt til Ungverjalands. Þar áður lék hann með Fram og ÍBV. Alls hefur hann leikið 113 leiki í efstu deild hér á landi og skorað 23 mörk. Þá lék hann fyrir bæði U-18 og U-19 ára landslið Íslands á sínum tíma. Í mars sagðist Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilja styrkja hóp Vals en honum fannst liðinu helst vanta annan framherja. „Ef þú lítur á þennan hóp sem þú varst með inn á töflu áðan, þá vantar breidd fram á við. Patrick Pedersen er eina náttúrlega nían í hópnum,“ sagði Heimir í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportið í kvöld. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Aron er ekki framherji en mögulega mun hann leysa stöðu framherja þegar þar að kemur. Eða þá að Valsmenn eiga eftir að fá til sín fleiri leikmenn.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10