Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2014 11:02 vísir/gva Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira