Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2014 11:02 vísir/gva Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira