Innlent

Leitað eftir hugmyndum að nafni á Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

MYND/Portus

Eignarhaldsfélagið Portus hefur ákveðið að leita til almennings um hugmyndir að nafni á Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem rís við höfnina í Reykjavík.

Í tilkynningu frá Portus segir að nafnið þurfi að falla vel að íslenskri tungu, vera þjált á erlendum tungumálum, vera lýsandi fyrir starfsemi hússins, það er tónlist og ráðstefnuhald, og undirstrika þá stefnu Portus að húsið verði hús fólksins í landinu.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir áhugaverðustu tillögurnar. Hægt er að senda tillögur á netfangið nafn@portusgroup.is eða í pósti á Eignarhaldsfélagið Portus hf, PO 709, 150 Reykjavík. Skilafrestur er til laugardagsins 1. mars. Áætlanir eru um að opna Tónlistar- og ráðstefnuhúsið á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×