Innlent

Bræðrunum sleppt - UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi

Bræðrunum Jóhannesi Páli og Ara Gunnarssonum hefur veri sleppt úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna en dómari féllst ekki á það.

Þá var gæsluvarðhaldi yfir Tómasi Kristjánssyni starfsmanni UPS hraðsendingarfyrirtækisins verið framlengt til 6.mars.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært úrskurðinn vegna bræðranna.

Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við innflutning á tæpum fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×