2 milljarða tap vegna verkfallsins 13. október 2005 14:56 Þjóðarbúið hefur tapað að minnsta kosti tveimur milljörðum nú þegar vegna verkfalls grunnskólakennara. Verkfallið stóð í sex vikur og ef fram fer sem horfir hefst það á ný í vikunni. Mikil óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara og er talið fullvíst að hún verði felld í atkvæðagreiðslunni sem nú stendur yfir sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Það er nokkuð flókið að reikna út þjóðhagslegt tap af slíku verkfalli. Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, gerði þó tilraun til þess við upphaf verkfallsins að beiðni fréttastofu. Sveitarfélögin greiða grunnskólakennurum rúmlega fimmtán og hálfan milljarð í laun í ár. Það gerir 300 milljónir á viku eða 43 milljónir á hverjum degi. Ragnar segir að þjóðhagslegt tjón vegna verkfallsins sé fyrst og fremst að sérþjálfað vinnuafl 4.300 manna nýtist ekki og það tjón má meta upp á að minnsta kosti það sama og laun þeirra, eða 300 milljónir á viku. Það sé algjört lágmark því ofan á þessa tölu bætist að virðisauki vinnunnar tapast og hugsanlegt tjón foreldra og fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá. Þá segir Ragnar að í verkföllum verði félagslegt og sálrænt uppnám sem meta má til þjóðhagslegs tjóns, enda snúist þjóðarhagur um mannlega velferð. Á sex vikna verkfalli grunnskólakennara hefur þjóðarbúið því að minnsta kosti tapað 1,8 milljörðum króna. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Þjóðarbúið hefur tapað að minnsta kosti tveimur milljörðum nú þegar vegna verkfalls grunnskólakennara. Verkfallið stóð í sex vikur og ef fram fer sem horfir hefst það á ný í vikunni. Mikil óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara og er talið fullvíst að hún verði felld í atkvæðagreiðslunni sem nú stendur yfir sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Það er nokkuð flókið að reikna út þjóðhagslegt tap af slíku verkfalli. Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, gerði þó tilraun til þess við upphaf verkfallsins að beiðni fréttastofu. Sveitarfélögin greiða grunnskólakennurum rúmlega fimmtán og hálfan milljarð í laun í ár. Það gerir 300 milljónir á viku eða 43 milljónir á hverjum degi. Ragnar segir að þjóðhagslegt tjón vegna verkfallsins sé fyrst og fremst að sérþjálfað vinnuafl 4.300 manna nýtist ekki og það tjón má meta upp á að minnsta kosti það sama og laun þeirra, eða 300 milljónir á viku. Það sé algjört lágmark því ofan á þessa tölu bætist að virðisauki vinnunnar tapast og hugsanlegt tjón foreldra og fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá. Þá segir Ragnar að í verkföllum verði félagslegt og sálrænt uppnám sem meta má til þjóðhagslegs tjóns, enda snúist þjóðarhagur um mannlega velferð. Á sex vikna verkfalli grunnskólakennara hefur þjóðarbúið því að minnsta kosti tapað 1,8 milljörðum króna.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira