Körfubolti

Hörður Axel: Við erum orðnir hungraðir

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hörður Axel var flottur í kvöld
Hörður Axel var flottur í kvöld vísir

„Fyrst til að byrja með langar mig að þakka Njarðvík fyrir frábæra umgjörð ásamt Stöð 2 Sport. Að heiðra minningu Ölla svona er frábært,“ sagði sigurreifur Hörður Axel eftir sigur Keflvíkinga gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í kvöld. Leikurinn í kvöld var til heiðurs Örlygs heitins Sturlussonar sem lést á þessum degi fyrir tuttugu árum.

Nokkuð jafnt var á liðunum í fyrri hálfleik en Keflvíkingar voru hins vegar lungað af leiknum með forystu.

Mér fannst við skrefinu á undan allan leikinn en misstum aðeins dampinn í upphafi fjórða og Njarðvíkingar minnkuðu muninn.“

Keflvíkingar áttu hins vegar virkilega sterkar lokamínútur í leiknum og það innsiglaði sterkan sigur þeirra.

„Við fundum góða taktík í lokin sem þeir áttu í bölvuðu basli með. Vörnin hjá okkur var mjög góð í kvöld.“

Keflvíkingar líta ofboðslega vel út og eru til alls líklegir í baráttunni um þann stóra í vor.

„Það er ansi langt að Keflavík gerði eitthvað að viti og við erum orðnir hungraðir. Ef allt smellur rétt erum við líklegir til afreka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×