Færa út kvíarnar í rannsókn á peningaþvætti Danske bank Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 15:25 Útibú Danske bank í Tallin í janúar í fyrra. Bankanum var úthýst frá Eistlandi vegna peningaþvættishneykslisins. Vísir/EPA Saksóknarar í Eistlandi hafa útvíkkað rannsókn sína á peningaþvætti sem fór fram í gengum útibú Danske bank í landinu og nær hún nú til millifærslna á allt að tveimur milljörðum dollara, jafnvirði 246 milljarða íslenskra króna. Fleiri lönd, þar á meðal Bandaríkin, taka þátt í rannsókninni. Upphaflega beindist rannsóknin að mögulegu þvætti á um 300 milljónum dollara, jafnvirði um 37 milljarða íslenskra króna. Nú rannsaka saksóknararnir fleiri en tíu tilfelli þar sem allt að tveir milljarðar dollara voru í spilunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er þó aðeins brot af þeim um 220 milljörðum dollara sem grunur leikur á að hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallin. Auk rannsóknarinnar í Eistlandi vofa háar sektir yfir Danske bank í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar eru sögð taka þátt í eistnesku rannsókninni ásamt fleiri löndum. Tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallin voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018. Hlutabréf í Danske hafa rýrnað um meira en helming frá því að ásakanirnar um stórfellt peningaþvætti komust í hámæli. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Danske bank er sakaður um að hafa blekkt hluthafa sem krefja bankann um milljarða króna. 27. desember 2019 13:32 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Saksóknarar í Eistlandi hafa útvíkkað rannsókn sína á peningaþvætti sem fór fram í gengum útibú Danske bank í landinu og nær hún nú til millifærslna á allt að tveimur milljörðum dollara, jafnvirði 246 milljarða íslenskra króna. Fleiri lönd, þar á meðal Bandaríkin, taka þátt í rannsókninni. Upphaflega beindist rannsóknin að mögulegu þvætti á um 300 milljónum dollara, jafnvirði um 37 milljarða íslenskra króna. Nú rannsaka saksóknararnir fleiri en tíu tilfelli þar sem allt að tveir milljarðar dollara voru í spilunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er þó aðeins brot af þeim um 220 milljörðum dollara sem grunur leikur á að hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallin. Auk rannsóknarinnar í Eistlandi vofa háar sektir yfir Danske bank í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar eru sögð taka þátt í eistnesku rannsókninni ásamt fleiri löndum. Tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallin voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018. Hlutabréf í Danske hafa rýrnað um meira en helming frá því að ásakanirnar um stórfellt peningaþvætti komust í hámæli.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Danske bank er sakaður um að hafa blekkt hluthafa sem krefja bankann um milljarða króna. 27. desember 2019 13:32 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56
Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Danske bank er sakaður um að hafa blekkt hluthafa sem krefja bankann um milljarða króna. 27. desember 2019 13:32
Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50