Sprengisandur verður í beinni útsendingu á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag og verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu úr hljóðverinu hér á Vísi.
Kristján Kristjánsson mun fá til sín góða gesti, þar á meðal Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra , Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar og Halldóru Mogenssen formann þingflokks Pírata. Þau munu ræða viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirukreppunni og áherslur hennar.
Þá mun Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir verða í þættinum og verður horft fram á veginn, ýmis álitamál varðandi framtíðina rædd og kórónuvírusinn.
Þá munu Anna Hildur Hildibrandsdóttir tónlistarkona vera á línunni frá Lundúnum þar sem hún mun lýsa stöðunni í Bretlandi sem hefur orðið einna verst úti í faraldrinum og er enn ekki komið yfir versta hjallann.
Gunnar Smári Egilsson og Friðjón R. Friðjónsson verða líka í þættinum en þeir ætla að velta vöngum yfir því hvernig þjóðfélag það verði sem komi út úr kreppunni, hvort það taki breytingum eða verði óbreytt.
Hægt verður að horfa á útsendinguna úr hljóðverinu í spilaranum hér að neðan.