Erlent

Brúðkaupsæði í Japan eftir jarðskjálftann

Japanir gifta sig þessa dagana. Myndin er frá Tókýó fyrir skjálftann.
Japanir gifta sig þessa dagana. Myndin er frá Tókýó fyrir skjálftann.
Sérkennilegar afleiðingar í Japan eftir jarðskjálftann í mars síðastliðnum, er brúðskaupsæði sem virðist hafa gripið þjóðina samkvæmt CNN sjónvarpsstöðinni.

Jarðskjálftinn mældist rúmlega níu á richter og varð að minnsta kosti 15 þúsund manns að bana. Talið er að hörmungarnar hafi orðið til þess að Japanir óttist að verða einir.

Því hafa þeir tekið upp á því að gifta sig í meira mæli, en fyrirtæki sem sérhæfir sig í að undirbúa giftingar finna fyrir 30 prósent aukningu. Þá hafa skartgripasalar í Japan sömu sögu að segja, sala á giftingarhringum hefur stóraukist eftir áfallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×