Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eiður Þór Árnason skrifar

85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Fjallað er ítarlega um málið í fréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30.

Þá verður fréttamaður okkar í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli þar sem hann tók á móti farþegum sem voru að koma frá Verona. Viðbúnaður var vegna komu farþeganna, þeir fóru ekki í gegnum flugstöðina heldur voru fluttir með rútum beint úr vélinni. Hluti þeirra mun þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví.

Þá er rætt við almenning um kórónuveiruna og hvort fólk finni fyrir kvíða. Handspritt er að seljast upp á landinu þannig að fólk virðist að minnsta kosti hafa varann á.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×