Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 18:21 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Íslenskir lögreglumenn eru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. Hann vildi lítið tjá sig um hvarf Birnu Brjánsdóttur sem tveir skipverjar tengjast en sagði aðspurður hvað sér fyndist um málið að sér þætti það hræðilegt. Þess vegna hefði verið ákveðið að snúa skipinu við og halda aftur til Íslands, það er hversu alvarlegt málið er. Tveir menn voru handteknir um borð í skipinu um hádegisbil í dag að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar sem barst klukkan 18:20. Hún er í heild sinni hér að neðan:Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjórans tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq u.þ.b. 90 mílur suðvestur af landinu. Sérsveitarmennirnir fóru um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Hinir handteknu verða yfirheyrðir við komuna til landsins. Aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans tókst afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess. Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Íslenskir lögreglumenn eru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. Hann vildi lítið tjá sig um hvarf Birnu Brjánsdóttur sem tveir skipverjar tengjast en sagði aðspurður hvað sér fyndist um málið að sér þætti það hræðilegt. Þess vegna hefði verið ákveðið að snúa skipinu við og halda aftur til Íslands, það er hversu alvarlegt málið er. Tveir menn voru handteknir um borð í skipinu um hádegisbil í dag að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar sem barst klukkan 18:20. Hún er í heild sinni hér að neðan:Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjórans tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq u.þ.b. 90 mílur suðvestur af landinu. Sérsveitarmennirnir fóru um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Hinir handteknu verða yfirheyrðir við komuna til landsins. Aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans tókst afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess. Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25