Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 12:52 Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. vísir/gva Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka. Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka.
Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira